Allir ytri fletir bílsins eru hreinsaðir og þvegnir af óhreinindum. Tjara, bremsuryk, salt og annað sem safnast á lakkið er hreinsað. Felgur og dekk eru einnig hreinsuð á sama hátt. Öll föls eru þvegin og þurrkuð. Eftir hreinsunarferlið fær bíllinn bónmeðferð sem skilar góðum gljáa og litadýpt. Dekk og plastlistar fá verndandi næringarhúð sem eykur litadýpt, hrindir frá sér óhreinindum og veitir vörn gegn upplitun.
Að innanverðu er bíllinn þrifinn og ryksugaður. Mottur eru þvegnar. Mælaborð og mottur fá einnig verndarhúð. Gluggar eru þrifnir utan sem innan.
Öll efni sem notuð eru við vinnslu hjá okkur eru á meðal þess besta sem býðst og engu til sparað á því sviði.